Internetið er framtíðin

Punktar

Samkvæmt Jóni Þór Ólafssyni er þróun internetsins mesta forgangsmál pírata. Býður tækifæri til aukinnar hagsældar og verðmæta. Netbyltingin er iðnbylting nútímans. Fólk og fræðimenn fletta á augabragði upp í hafsjó upplýsinga um allt, sem hugurinn girnist. Netið er uppspretta nýsköpunar og aukinnar atvinnu. Fyrirtæki eru meira eða minna farin að lifa í netinu og á netinu. Mikilvægt er, að forsjárhyggja skerði ekki réttindi notenda til netsins. Sumir virðast halda netið vera tímasóun og boðbera kláms. Rétt eins og menn reyndu að brjóta vélar í iðnbyltingunni. Ísland er orðið þróað netland og á að verða það enn frekar.