Inspektorinn vantar

Veitingar

Brugghúsið Bryggjan er risavaxin „gastro-pub“, bjórkrá með metnað í eldamennsku. Þar var hægt að fá ágætar rækjur, reyktan lax, egg og skyr í hádeginu (2.690 kr). Mér leizt hins vegar lakar á egg, beikon og pylsur félaga minna (2.890 kr). Það telst varla metnaður. Þjónusta var óörugg og án yfirsýnar. Okkar pöntun týndist í kerfinu og við þurftum að ítreka hana. Ég held það vanti inspektor í matsalinn. Bryggjan er ofurhönnuð eins og flestir matstaðir eru nútildags, fremur „konsept“ en innihald. Stórir gluggar ættu að veita útsýni yfir gömlu höfnina, ef ekki flæktist fyrir skipsskrokkur við gluggana. Sé varla fram á frekari heimsókn hér.