Innviðunum er rústað

Punktar

Hrottalegur niðurskurður Ríkisútvarpsins á sér eina skýringu. Ríkisstjórnin hafði frá upphafi það eitt mál á dagskrá að hlynna að kvótagreifum, auðfólki og nú síðast makrílgreifum. Þegar hún var þannig búin að skera niður tekjur ríkisins um tugi milljarða, þurfti annað að koma á móti. Við vitum, hvernig ríkisstjórnin rústaði Landspítalanum. Nú er röðin komin að Ríkisútvarpinu. Að baki ríkisstjórnarinnar eru kjósendur, sem að þessu sinni ákváðu að fela bófaflokkum stjórn ríkisins. Líklega vegna reynslunnar á árunum fyrir hrun! Við fengum því ríkisstjórnina, sem við áttum skilið, þið íslenzku aular.