Innræktuð ómenni

Punktar

Íslendingar eru innræktuð ómenni. Þrælalýður, sem hefur látið sýslumenn lemja sig svipum og prestana nauðga sér út undir vegg öldum saman. Væri hér í landi alvöru þjóð, til dæmis Frakkar, væri fólk ekki að nöldra í bloggi og fésbók. Hér væri búið að leggja tuttugu manns undir fallöxina, reka alla auðbófa til aflandseyja, frysta eigur þeirra, afhenda fólkinu fiskiskipin, hafa embættisbófa til sýnis í húsdýragarðinum. Búið að þekja Stjórnarráðið, Hæstarétt og Seðlabankann úr kúaskítsdreifurum. Landið yrði á augabragði forríkt eins og Frakkland varð eftir frönsku byltinguna. Alvöru ríkisstjórn héldi til og ynni í tjöldum á Austurvelli.