Vogin er varasöm

Megrun

Gallinn við vogina er, að hún mælir bara afleiðingu. Markmið þitt er ekki að sigra afleiðingu, heldur orsakir. Ef þú einblínir á þetta mælitæki, lendirðu í svipuðum vandræðum og aðrir, sem gáfust upp á frægum matarkúrum. Láttu ekki líf þitt snúast um vigtina, þótt þú notir vog sem mælitæki. Hugsaðu meira un matardagbókina og kaloríutalningu hennar, þótt þú notir vog til að kanna fylgni dagbókarinnar við veruleikann. Markmið þitt er að ná raunhæfum árangri, en ekki að falla í sömu, gömlu gryfju matarkúranna. Það er semsagt gott að vigta sig, en ekki of oft. Og ekki láta vigtina stjórna lífi þínu.