Inn með rentuna strax

Punktar

Renta er ekki skattur, heldur leiga. Rentan stafar af takmarkaðri auðlind. Áður fyrr var renta mest greidd af landi, sem var og er takmörkuð auðlind. Fólk varð að greiða gjald fyrir afnot af landi, leigu af landi. Land er ekki verðmikil auðlind á Íslandi, því framboð er meira en eftirspurn. Við eigum hins vegar takmarkaðar auðlindir á öðrum sviðum, í fiskistofnum, í ódýru rafmagni og í aðdráttarafli náttúrunnar. Við eigum að átta okkur á verðgildi hinna takmörkuðu auðlinda. Ekki innheimta skít og kanil, heldur leggja á alvöru auðlindarentu í samræmi við markaðinn, til dæmis með opinberum uppboðum á tilteknum aðgangi.