Lögfræðideild Landsbankans er ósátt við Ásmund Stefánsson Indíafara. Telja hann tala niður til sín og líkja sér við fangaverði í Auswitch. Þeir vilja ekki láta hann kenna sér mannasiði. Þeir líkja sér við miðasölumenn fyrir Titanic. Ég held, að mjög brýnt sé að kenna lögfræðideild Landsbankans mannasiði. Hins vegar hefði það verið auðveldara fyrir Ásmund, ef hann hefði byrjað strax að taka til hendinni í bankanum. Í stað þess að leggjast í mánaðarlanga ferð til Indlands. Það er dragbítur að hafa viðurnefnið Indíafari. Og lífið er alltaf erfitt fyrir þá, sem ráða sjálfa sig í vinnu.
