Ímyndarfræði í stað veruleika

Punktar

Rio Tinto líkist Landsvirkjun. Á báðum stöðum kemur ímyndarfræði í stað veruleikans. Ef Rio Tinto er sakað um illa meðferð launafólks, fer það í ímyndarherferð, en breytir engu. Ef Rio Tinto er sakað um náttúruspjöll, fer það í ímyndarherferð, en breytir engu. Ef Rio Tinto er sakað um tilraun til stjórnarbyltingar, fer það í ímyndarherferð, en breytir engu. Rio Tinto er félagi í klúbbi glæpafyrirtækja, sem stofna sjóði til að verðlauna hvert annað fyrir afrek í starfsmanna- og umhverfismálum. Rio Tinto er eitt af allra verstu fyrirtækjum í heimi. Það ætlar nú að taka yfir Straumsvík.