Ímyndaður forgangur

Punktar

Þorsteinn Víglundsson félagsráðherra segir í Fréttablaðinu að aldraðir séu í forgangi. Kjör þeirra hafi verið bætt mikið á þessu ári. Auðvitað tómt rugl hjá ráðherranum. Hafi aldraðir ekki atvinnu eða fjármagn eða vænan lífeyrissjóð, er líf þeirra harðara en áður. Meðan laun ráðherrans hafa hækkað um 45% í 1,8 milljónir króna, hefur lífeyrir aldraðra hækkað um 6,5% í 0,2 milljónir króna. Í einn tíunda af launum ráðherrans, sem lifir í öðrum heimi. Þetta eru einfaldar tölur um aðild ríkisins að málinu. Í auknum mæli skálda ráðherrar tölur út í loftið og minnast ekki á réttar tölur. Fjölmiðlar hafa ekki burði til að fletta gögnunum.