Útrásarævintýrið var að mestu leyti ímyndun. Menn voru ekki að framleiða nein verðmæti í vörum eða þjónustu. Voru ekki einu sinni að bæta rekstur. Þeir beittu bara skapandi bókhaldi við að kaupa og selja fyrirtæki. Mest keyptu þeir og hlóðu upp skuldum á móti. Þegar ekki vildi betur til, seldu þeir sjálfum sér fram og aftur. Þannig margfaldaðist ímynduð eign með bókhaldsbrögðum. Þetta voru bara pappírar. Þegar allt hrynur, segja menn svo, að eyðing eigna nemi þúsund milljörðum. En það tapast ekki neitt. Í rauninni hverfur bara ímynduð eign, sem aldrei hefur verið til.