Illugi nennir ekki

Punktar

Með breytingum á vaski segist ríkisstjórnin einfalda skattkerfið. Það er bara „newspeak“ hennar fyrir hærri álögum á fátæka. Að færa til prósentur er ekki einföldun, heldur tilfærsla. Er fólk heyrir talað um „einföldun skattakerfis“, ætti það að halda fast um veskið. Í rauninni er þá verið að hækka skatt. Illugi Gunnarsson menntaráðherra verst gagnrýni á bókaskattinn. Hann segir núna, að barnabækur og skólabækur megi undanskilja vaskinum. Ekki er það nein einföldun. Hann er dæmi um, að latir ráðherrar segja margt út í loftið, þegar þeir nenna ekki að hugsa. Verkin þeirra felast í að hækka skattana og flækja þá í senn.