Illugi er enn í gangi

Punktar

Illugi Gunnarsson alþingismaður er tákn fyrir siðleysi hrunsins. Geir Haarde lét skattgreiðendur borga milljarðatjón, sem fjárglæfrasjóður Illuga í Glitni olli eigendum innistæðna í sjóðnum. Þetta var sértækt ríkishandafl í sjóði númer níu, ríkisrekin frjálshyggja. Var mesti flokkspólitíski glæpur hrunsins. Verra er samt, að Illugi er enn í pólitík. Sækist eftir efsta sæti á lista Flokksins í Reykjavík. Hann hefur ekkert lært og vill fá stuðning þorpsídjótanna til að halda áfram að geta sparkað í skattgreiðendur. Réttmætt væri hins vegar, að hann væri landflótta á fjarlægri aflandseyju.