Bandaríkin hafa eyðilagt möguleika vesturlanda á að ráðast á þriðja heims ríki til að skipta um stjórn. Reynslan af Bandaríkjunum er svo ömurleg. Þau hafa varanlega komið illu orði á hernað í útlöndum. Þess vegna verður ekki skipt með valdi um stjórn í Búrma, þótt þar sé ein skelfilegasta herstjórn heims. Þess vegna verður ekki skipt með valdi um stjórn í Zimbabve, þótt þar sé einn hræðilegasti einræðisherra heims. Þess vegna verður ekki skipt með valdi um stjórn í Súdan, þótt þar stjórni fjöldamorðingjar. Valdbeiting af mannúðarástæðum verður ekki kleif meðan menn muna eftir Íraksstríðinu.