Illskeyttur guð

Punktar

George W. Bush talar daglega við hinn illskeytta guð gamla testamentisins. Sá guð segir honum, að ragnarök séu framundan. Bush hefur líka lesið bækur Kevin Phillips og Tim LaHaye og telur að stríð sitt gegn Írak sé hluti af upphafi heimsendis, sem sé í vændum hér á jörð. Í auknum mæli setja menn jöfnunarmerki milli Bush og ofstækismanna í villtustu kirkjum landsins. Þessir aðilar hafa óbeit á vísindum, umhverfinu, fátæklingum og útlendingum og telja brýnast að vígbúast fyrir ragnarök, sem verði í Hollywood-stíl, þar sem Bush muni leiða öfl guðs til endanlegs sigurs og heimsendis.