Morgunblaðið hefur ævinlega verið illa skrifað. Í gamla daga var það frægt fyrir mogga-fjólurnar. Stíll blaðsins hefur versnað undanfarin ár með klunnalegum nafnorðastíl skólaritgerða. Þetta er fjölmiðill, sem skrifar: “Ekki er vitað til, að neinn hafi orðið fyrir slysi.” Þegar tvö orð duga: “Engan sakaði”. Þegar ég kenndi textastíl fyrir fjölmiðla í vor, reyndist vel að nota forsíðu Moggans til leiðréttinga. Villurnar voru svo augljósar, þokan svo þétt. Í ljósi þessa var fyndið að lesa sjálfshól starfsmanns á blaðsíðu 30 í blaðinu í gær. Honum er sælt að vaða í villu um eigin sök.