Íhald og endurræsing

Punktar

Skipting flokka er tæpast lengur milli hægri og vinstri flokka, heldur milli íhalds og endurræsingar. Fjórflokkurinn allur er íhald, vill sem minnstu breyta. Þar fara fremstir í flokki Vinstri græn og bófaflokkur Sjálfstæðis. Það er ekki að ástæðulausu, að fólk talar um þræði í stjórnarmyndun þeirra tveggja. Vinstri græn hafa þó sérstaklega talað hlýlega til Samfylkingarinnar, sem er þriðja hjól fjórflokksins. Fjórða hjólið er svo Framsókn, sú gamla og sú nýja. Þegar bófarnir mynduðu stjórn með VG, höfðu þeir um að velja ýmsa möguleika á íhaldi í stjórn. Enda óttast Vinstri græn endurræsingu Pírata, sem hagsmunaaðilum líkar alls ekki.