Iðubrú

Frá Iðubrú að Flúðum í Hrunamannahreppi.

Algeng leið hestamanna um vað á Stóru-Laxá í sleppitúrum á vorin.

Förum frá Iðubrú á Hvítá suður og austur með ánni að Stóru-Laxá. Síðan upp með Stóru-Laxá að Ósabakka. Þar förum við norður yfir ána og að Syðra-Langholti. Þaðan eftir slóð, sem liggur um Álfaskeið og Langholtsfjall endilangt og síðan niður að þjóðvegi 341 og með honum til Flúða.

6,9 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Vörðufell, Hvítárbakkar, Galtafellsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort