Því miður er ekki hægt að vera andvígur IceSave samningnum til streitu. Of miklu hefur verið lofað til að hægt sé að bakka út. En þorri þjóðarinnar er andvígur. Lausnin felst í, að Alþingi samþykki ruglið með einum fyrirvara: Greiðslubyrði ábyrgðarinnar í vöxtum og afborgunum verði ekki meiri en tvö prósent af landsframleiðslu. Fyrirvarinn snýst bara um greiðslugetu. Hún er það, sem flestir efast um, því að lausu endarnir eru hrikalegir. Með föstu þaki á greiðslur næst sanngirni í málið og þjóðin róast. Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn halda ró sinni. Hvort tveggja er nauðsynlegt.
