Á vefnum er deilt um bílalánin. Hvort rétt sé að færa skuldir niður í 110% af verðgildi bíla. Sumir segja, að þeir, sem tóku 100% bílalán, séu ruglaðir og eigi ekki að varpa ruglinu á annarra herðar. Aðrir segja, að lánveitendur hafi ginnt fólk til að taka lánin og eigi að bera tjónið. Þau megi jafnvel fara á hausinn eins og aðrir græðgisbankar. Ég tel, að ríkið megi alls ekki leggja krónu í þetta mál, hefur alls ekki efni á því. Ennfremur tel ég, að stjórnarandstaðan verði að hætta að bregða fæti fyrir IceSave. Lausn þess máls mun fljótt leiða til sterkari krónu og minnka gengistjón af bílalánum.
