Innanflokksmaður gat aldrei orðið nothæfur formaður samninganefndar um IceSave. Svavar naut aldrei trausts innanlands, hversu góður samningamaður sem hann var eða var ekki. Ríkisstjórnin gat aldrei staðið ein að málinu gegn þjóðarviljanum. IceSave er núna í fínum höndum bandaríkjamannsins Lee Bucheit. Hann er fagmaður í þrasi og nýtur trausts stjórnarandstöðunnar. Nú á ríkisstjórnin að fara að taka þetta mál með ró og snúa sér að knýjandi verkefnum á heimavelli. Við þurfum að læra að lifa við efni og venjast því að fá ekki lán. Ekki til orku eða stóriðju. Það er bara fínn herkostnaður.
