Íbúðir fyrir auðgreifa

Punktar

Lengi hafa engar íbúðir verið byggðar í Reykjavík, sem henta námsmönnum og öðrum, sem hafa lítið milli handanna. Ekki er verið að byggja neinar slíkar og engar eru ráðgerðar. Braskarar Valsmanna segja íbúðirnar í Vatnsmýri henta þeim, sem eru að eignast fyrstu íbúð. Firringin er svo alger, að þeir hyggjast selja 60 fermetrana á 40 milljónir króna. Dýrustu íbúðir þar fara á 70 milljónir króna. Nýjar íbúðir í Bríetartúni kosta 40 milljónir. Sama saga á Frakkastíg. Meðalverð á fermetra nálgast 700 þúsund. Allar íbúðir í smíðum henta bara auðgreifum. Við þurfum að endurreisa félagsbústaði, búsetuíbúðir og nýta lífeyrissjóðina í stað braskara.