Í skjóli Guðlaugs Þórs

Punktar

Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni bófaflokksins í skjóli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis, sem hefur öflugt tengslanet í borginni og lítur á sig sem réttmætan arftaka Bjarna Benediktssonar. Framboðslistinn er laus við fólk, sem ég þekki af verkum þess. Ekki heldur minnist ég neinna afreka Eyþórs á Selfossi, þegar hann var þar oddviti bæjarstjórnar, nema ágreinings við símastaur og mikinn kúk, sem flaut úr holræsum bæjarins og var daglegt sjónvarpsefni á þeim tíma. En hæfileikar skipta litlu hjá bófaflokknum, svo sem sést af andlitum listans í Reykjavík, þetta eru nóboddís af tagi flokks, sem hefur fjórðung þjóðarfylgis út á heimsku kjósenda.