Í mörgum flokkum

Punktar

Útlendingahatarar hafa lengi kannað hitastigið í pólitíska vatninu og stundum kastað sér til sunds. Hafa sinn eigin flokk, Þjóðfylkinguna. Býr að vísu við sama fylgisleysi og Frjálslyndi flokkurinn áður. Slíkt hatur þrífst illa eitt og sér, en í samhengi við annað er árangur oft skárri. Síðast stigu slíkar dans við Framsókn í Reykjavík, og höfðu frægan sigur. Baráttukonur haturs á útlendingum eru enn í fylkingarbrjósti Sigmundarista. Dögun er líka full af slíku hatri, svo sem Guðjóni Arnar, Sturlu Jónssyni alþýðuhetju og Sigurjóni Þórðarsyni. Flokkur fólksins er skipaður kunnum hatara á borð við Magnús Þór Hafsteinsson, sem reyndi að hindra komu flóttamanna til Akraness. Þurfa þessir ekki að sameinast í einum flokki?