Í feigðarósnum.

Greinar

Tæknibylting tuttugustu aldarínnar í útgerð og fiskiðnaði hefur undanfarna þrjá áratugi staðið undir lífskjðrum á Íslandi, sem eru sambærileg við lífskjór stóriðjuþjóðanna. Sjávarútvegurinn hefur verið okkar stóriðja, uppspretta þjóðarauðsins.

Síðan Íslendingar tóku upp miðstýrt hagkerfi á fjórða áratugnum hefur sjávarútvegurinn verið arðrændur skipulega. Með millifærslum hins opinbera hefur útgerð og fiskiðnaði verið haldið í erfiðum núllrekstri og kjörum sjómanna og fiskverkafólks haldið niðri.

Stjórnmálamennirnir hafa notað arðinn til atkvæðaveiða, einkum í dreifbýlinu, þar sem atkvæðin eru verðmætust. Landbúnaðurinn hefur notið þessa í svo ríkum mæli, að þar nema nú fastafjármunir á hvern starfsmann 1804 þúsund krónum, meðan þeir nema 1467 þúsund krónum í sjávarútvegi og ekki nema 703 þúsund krónum í iónaði.

Erlendis eru fjármunir yfirleitt minnstir í landbúnaði, en mestir í iðnaði, sem þarf á að halda flóknum og dýrum vélum og tækjabúnaði. Það er til marks um hina séríslenzku atvinnupólitík, að þetta hlutfall skuli vera þveröfugt hér á landi.

Arðrán sjávarútvegsins hefur í seinni tíð byggzt á rányrkju fiskimiðanna. Er nú svo komið, að fiskurinn fer minnkandi á Íslandsmiðum frá ári til árs. Á þessu ári er fyrirsjáanlegur mikill samdráttur í fiskveiðum okkar. Dráttardýr þjóóarbúsins getur ekki lengur staðið undir fyrsta flokks lífskjörum hér á landi.

Þar sem fjármagn þjóóarinnar hefur ekki fengið að renna með eðlilegum hætti til stóriðju, annars nýiðnaðar og hefðbundins iðnaðar, eru þær greinar þess gersamlega vanbúnar að axla byrðar dráttardýrsins. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa svo magnað þennan vanda með stjórnlausri útþenslu samneyzlunnar, það er aó segja stækkun ríkisbáknsins. Þetta hefur sogað upp peninga, sem að öðrum kosti hefðu bætt fjárfestingarmöguleika atvinnuveganna og eflt einkaneyzlu almennings.

Erlendar lántókur eru ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi. Fram á síðasta ár voru þær ekki tiltakanlega meiri en lántókur ýmissa nágrannaþjóða okkar, miðað við höfðatölu. En þær lántökur voru yfirleitt notaðar til framkvæmda, til eflingar þjóðarauðsins. Nú er annað uppi á teningnum.

Í vetur hefur hið opinbera fjórum sinnum tekið hrikaleg lán erlendis, samtals 16,5 milljarða króna. Þetta fé hefur ekki farið til framkvæmda, heldur til að halda rekstri þjóóarbúsins og ríkisbúsins gangandi, til að halda gangandi ávísanahefti fjármálaráðuneytisins.

Á þessum vetri hafa erlendar skuldir á hvert mannsbarn stórlega aukizt, án þess að nein aukning þjóóarauðs standi að baki. Augljóst er, að svona getur það ekki gengið öllu lengur. Við getum ekki siglt fram hjá gjaldþroti í sumar með því að taka 16,5 nýja milljarða að láni í útlöndum. Til þess dugar ekki lánstraustið.

Ríkisstjórnin og efnahagsráðherra hennar, sjálfur forsætisráðherral, virðast ekki hafa miklar áhyggjur af þessari þróun mála. Og það er mikilvægasta atriðið í allri vitleysunni.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið