Í átt til þrælahalds

Punktar

Aukin stéttaskipting í kjölfar nýfrjálshyggju er í fyrsta lagi óréttlát. Í öðru lagi hefur hún slæm áhrif á samfélagið, minnkar límið í því, eykur ósætti og deilur. Heilsa heilla stétta verður lakari en annarra, menntun þeirra lakari og tekjur versnandi. Við hverfum í átt til gamla vistarbandsins, sem var framlenging fyrra þrælahalds. Fólk er hneppt í fjötra skulda og mánaðarlegs yfirdráttar. Bankarnir veifa 90% lánum og klófesta þig síðan í vaxtaokri. Aukin stéttaskipting er fráhvarf frá lýðræði eins og það hefur verið túlkað eftir frönsku byltinguna. Til að auka lýðræði þurfa öll ríki að auka jöfnuð í tekjum og eignum borgaranna.