Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eiga að taka sér frí frá pólitík. Klæða sig í sekk og ösku og ganga milli höfuðkirkja landsins. Láta hýða sig við hverja kirkju eins og Sturla Sighvatsson. Syndir þeirra eru ofboðslegar. Þeir bjuggu til loftbóluna, sem nú hefur sprungið í andlit þjóðarinnar. Þeir seldu börn okkar og barnabörn í ánauð. Vegna pólitísks fíflaskapar þingmanna, sem höfðu tekið trú á græðgisvæðingu. Þar með talið einkarekið og eftirlitslaust bankakerfi. Þeir færðu okkur þjóðaróvinina mestu, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Og eiga núna ekki að rífa kjaft.
