Hvorki kúr né fæðubót

Megrun

Hér verða engar tillögur um brenglað mataræði eins og þær sem einkenna marga megrunarkúra. Sérhæft mataræði ruglar líkamann og getur líka verið hættulegt heilsunni. Hér verða heldur ekki neinar tillögur um notkun fæðubótarefna. Í bezta falli eru þau meinlaus og í versta falli skaðleg. Þú þarft engin slík efni, ef þú borðar ferskan og hollan mat. Ferskvara hefur öll efni, sem fólk þarf að nota. Fæðubót er þér einskis virði, þótt hún fylli hillur svonefndra heilsuverzlana. Hollusta fæst ekki úr dósum eða glösum eða pökkum sölumanna snákaolíu. Hér verða á næstunni bara tillögur um mataræði hefðbundinnar næringarfræði.