Hvítir riddarar

Punktar

Björn Þorláksson segist eiga skilið fyrsta sæti í prófkjöri pírata í norðaustri. Vegna vasklegrar framgöngu sem frjáls ritstjóri á Akureyri. Lenti í sjöunda sæti samkvæmt Schulze-reiknireglum pírata. Sakar þá um smölun og svindl gegn sér. Sjálfur fór Björn vítt og breitt um kjördæmið til að kynna sig. Gerir lítið úr meðframbjóðendum, sem hann áður lofaði í hástert. Ég kalla hann tapsáran; þetta voru leikreglur. Síðkomnu frægðarfólki er og verður ekki sjálfkrafa tekið sem hvítum riddara. Ég man Guðmund Franklín, sem í þrjá mánuði hóf alla pistla sína með orðunum „við píratar“. Hvarf svo í fússi, þegar hann hafði áttað sig á stöðunni.