Hverjir semja ruglið?

Punktar

Í auknum mæli koma lagafrumvörp gölluð frá stjórnarskrifstofum. Áberandi aukning hefur orðið í tíð þessarar ríkisstjórnar. Nánast hvert einasta frumvarp, sem máli skiptir, hefur tæknivillur að geyma. Smokkaskatturinn er nýjasta dæmið og það kyndugasta. Alþingi varð að gera hann afturreka. Við þurfum að komast að, hvernig stendur á þessum ósköpum. Velja ráðherrar sér vitgrennri aðstoðarmenn en áður? Er þetta vinstri vandi? Eru ráðuneytin sjálf svona illa mönnuð lagatæknum? Eru allir nothæfir lagatæknar komnir í hrunvörzluna? Vinnubrögð af tagi smokkaskattsins eru að stífla Alþingi.