Robert Mugabe í Zimbabve er ekki fínn pappír, einn af ógeðfelldari einræðisherrum þriðja heimsins. Samt hefur hann rétt fyrir sér, þegar hann kallar George W. Bush og Tony Blair fasista og alþjóðlega hryðjuverkamenn. Einnig þegar hann segir fátækt þriðja heimsins vera vesturlöndum að kenna. Bush og Blair eru sannanlega ofbeldishneigðir í utanríkismálum, samanber Írak. Vesturlönd skrúfa fyrir innflutning landbúnaðarafurða frá þriðja heiminum, en heimta tollfrelsi fyrir sínar vörur í þriðja heiminum. Hræsnin er sameiningartákn vesturlanda í samskiptum við umheiminn.
