Hvergi er friður

Punktar

Nú er Windows komið á Makkann mér til mikillar skelfingar. Er hvergi friður fyrir þessu stýrikerfi, sem veldur náunganum ólýsanlegum hörmungum með veirum og ormum, sem valda mannkyninu milljarðatjóni á hverju ári? Á sama tíma hef ég fengið að vera í friði fyrir öllum ófögnuði í minni Paradís, eini maðurinn á Vesturlöndum, sem aldrei hefur þurft að nota Excel eða Word eða Office eða annað ullabjakk. Á ég nú að fá þann illræmda ormagarð í hausinn, af því að Windows læðist gegnum Intel-kubb inn í paradísina með ormétið epli? Er þessum Jobs ekkert heilagt?