Hver væri útflutningur ella?

Punktar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra nýtur ekki lengur trausts. Getur ekki sagt okkur hvað sem er. Hann segir, að nægilegt sé “að auka útflutning um 2% frá því sem hann væri ella” til að borga IceSave. Hvað þýðir “ella” í þessari röksemdafærslu? Er það útflutningur eins og hann var fyrir kreppu? Eða útflutningur eins og hann er núna við tugprósenta rýrnað verðgildi? Eins og aðrir ráðherrar talar Gylfi í gátum. Hann skilur eftir forsendur í lausu lofti. Við óttumst, að það séu ímyndaðar forsendur. Þegar hann segir okkur, að allt sé í lagi, efumst við meira en áður. Því að traustið er horfið.