Hver byrjaði?

Punktar

Erfitt verður um svör, þegar Gallup spyr, hvort Ísrael eða Hezbolla hafi átt upptökin að stríðinu í Líbanon. Það magnaðist stig af stigi, byrjaði sem mannrán og endaði með klasasprengjum á smábörn. Málið snýst ekki um, hvaða atburður er talinn vera upphafspunktur atburðanna. Það snýst um siðlausa framgöngu hryðjuverkaríkis. Hún er metin siðlaus af öllum nema Bandaríkjunum og Framsóknarflokknum, sem hefur tekið upp á sína arma ofstæki bókstafstrúarmanna Gamla testamentisins. Sameinuðu þjóðirnar segja framgöngu Ísraels siðlausa. Það er rétt lýsing.