Hver ákvað hvernig?

Punktar

Brynjar Níelsson, forsprakki félags lagatækna, upplýsir, að “hefðbundið” tímakaup lagatækna sé 20.000 krónur á mánuði. Hann notar loðið orðalag, sem einkennir stéttina. Ekki fylgir sögunni, hver ákvað hvernig hvert tímakaup lagatækna skyldi vera. En þannig er vinna lagatækna. Hún felst í að snúa út úr texta loðinna laga, sem lagatæknar ráðuneyta semja. Brynjar er að þessu sinni að kvarta yfir lækkun ráðherra á tímakaupi lagatækna sem dómskipaðra verjenda. Segir það “fullkomlega fráleitt” og “hreina aðför” að lagatæknum. Gaman er að reikna, að “hefðbundna” tímakaupið gerir 3,4 milljónir á mánuði.