Hvenær ertu fullorðinn

Punktar

Er alþingi ákveður að lækka kosningaaldur úr 18 árum í 16 er mér vandi á höndum: Varla getur það versnað, lengi getur vont versnað, Það er vont, en það venst. Við lifum í ógn Sjálfstæðisflokksins og alþingi getur ekki lagað kjör aldraðra og öryrkja og húsnæðislausra. Rokið er í meinlaust mál, sem hefur lítið gildi, og afgreitt á mettíma. Er ekki rétt að hugsa aldurstakmörkin í heild. Áfengisaldur, bílprófsaldur, hjónabandsaldur, skattaldur, sjálfræðisaldur, kosningaaldur. Setja fast, hvenær unglingur verður fullorðinn. Nú veit maður það aldrei. Kannski er það ekki hægt. Mér sýnist þó, að bezt sé að miða mörkin við hjónabandsaldur.