Hvarvetna á flótta

Punktar

Saga síðustu áratuga sýnir, að bandaríski herinn ræður ekkert við þjóðir eða þjóðabrot, sem hafa bein í nefinu. Frægast var, þegar hann hrökklaðist frá Víetnam 1972, en einnig var hann rekinn á flótta frá Líbanon 1983 og frá Sómalíu 1995. Honum gengur illa í Írak og verður senn að fara þaðan án þess að hafa náð árangri. Þótt bandaríski herinn eigi mikið af nýtízkulegum vopnum, er hann gagnslítill til hernáms, enda hagar hann sér þannig, að allir rísa gegn honum. Það eflir öryggi Íslendinga að losna í haust við þennan agalausa her stríðsglæpamanna.