Hvarfdalsskarð

Frá sæluhúsinu á Lágheiði um Hvarfdal á slóð um Hákamb.

Vel fært hestum. Gunnlaugur Jónsson fór þessa leið 1936 með bústofn sinn, ær og kýr. Flestar leiðir á Tröllaskaga eru færar hestum, ef varlega er farið. Þær eru hestfærar, en ekki reiðfærar. Þú situr ekki á baki upp og niður brekkurnar.

Förum frá sæluhúsinu á Lágheiði suðvestur tvo kílómetra með þjóðveginum að Hvarfdal. Suður dalinn og upp í Hvarfdalsskarð fyrir botni dalsins, austan Einstakafjalls. Förum suður fyrir Einstakafjall í 820 metra hæð á slóðina í 900 metra hæð um Hákamba frá Fjalli í Kolbeinsdal að Deplum í Fljótum.

11,0 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Skálar:
Lágheiði: N65 56.315 W18 50.540.

Nálægar leiðir: Klaufabrekkur, Sandskarðsleið, Unadalsjökull, Hákambar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins