Hvar eru frambjóðendur?

Punktar

Viðreisn Benedikts Jóhannessonar mælist í skoðanakönnunum upp á nokkra þingmenn og virðist draga að sér uppgefna sjálfstæðismenn. Stefnuskráin er komin fram og líkist því, sem Sjálfstæðisflokkurinn notaði, áður en hann varð að þjófaflokki. Viðreisn var stofnuð í maí. Formaðurinn hefur talað drýgindalega um söfnun á glæsiliði frambjóðenda. Enginn slíkur hefur samt komið í ljós. Ef til vill er Benedikt að fylgja ráðgjöf um að toppa ekki of snemma. En það eru bara tveir mánuðir í kosningar og erfitt að spá í flokk, sem hefur engan frambjóðanda. Ég er farinn að halda, að söfnun frambjóðenda hafi ekki gengið eftir væntingum.