Hvanndalir

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá sæluhúsinu í Vík í Héðinsfirði um Hvanndali og Lönguleið til Sólheima í Ólafsfirði.

Frá Hvanndölum er líka hægt að fara Stuttleið eftir brúnum Hvanndalafjalls og getur sú leið verið hættuleg göngufólki.

Bærinn í Hvanndölum var ákaflega einangraður. Hann fór í eyði 1895 og hreppurinn keypti landið til að hindra frekari ábúð.

Förum frá sæluhúsinu í Vík austnorðaustur á Víkurbyrðu bratta leið upp í 700 metra hæð. Þar er mikið útsýni. Síðan suðsuðaustur um Vestaravik til botns Hvanndala og þaðan norðaustur að sæluhúsinu við sjó í Hvanndölum. Frá Hvanndölum förum við til baka upp í dalbotn að Vestaraviki. Þar förum við suðsuðaustur um Austaravik upp á Hvanndalabjarg í 700 metra hæð. Áfram förum við suðaustur í botn Fossdals og austur dalinn að sjó. Þaðan förum við í hlíðum Arnfinnsfjalls eftir kindagötum meðfram sjó að Sólheimum.

17,0 km
Eyjafjörður

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Héðinsfjörður: N66 08.275 W18 45.821.
Hvanndalir: N66 09.284 W18 39.864.

Nálægar leiðir: Rauðskarð, Vatnsendaskarð, Fossabrekkur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort