Hvað, hversu mikið, hvenær

Megrun

Þeir, sem stríða við of mikla þyngd, þurfa að gæta sín á þremur atriðum. Hvað þeir borða, hversu mikið þeir borða og hvenær þeir borða. Þeir þurfa að hafa kerfi á þessum þremur þáttum. Þurfa að skilgreina mat, sem þeir borða ekki. Þurfa að kunna að hætta að borða, þegar þeir eru byrjaðir. Og þurfa að skilgreina matmálstíma, aðgreinda frá öðrum tímum dagsins. Sumir geta þetta á góðu skipulagi eingöngu, en aðrir þurfa aðstoð. Hún miðar að breyttum og bættum lífsstíl, breyttum og bættum persónuleika. Hún felur í sér nýtt líf. Markmiðið er að þurfa ekki lengur að ströggla. Komast á léttu leiðina ljúfu.