Hvað – hver – hvernig

Punktar

Sumir skrifa eða tala um mál, aðrir skrifa eða tala um menn. Svo eru þeir, sem skrifa eða tala mest um mál, en fara líka í manninn í leiðinni, misjafnlega mikið. Allt þetta þrennt sést vel á spjallmiðlum á borð við fésbók. Svo er líka til fámennur hópur, sem fjallar mest um, hvernig sé skrifað eða talað um mál. Hvort það sé hæfilega orðað, hvort notuð séu stóryrði utan einhvers ramma hins hæfilega. Þannig hafa allir eitthvað að iðja í bloggi og á fésbók, sem er hið bezta mál. Gott væri þó, að fleiri hefðu ein eða tvenn eða þrenn rök fyrir því, sem þeir fullyrða, burtséð frá meðfylgjandi persónurýni og/eða orðavali.