Af hverju tala pólitíkusar ekki um áhrif komandi verðbólgu á húsnæðislán? Unga fólkið, sem hefur steypt sér í miklar skuldir til að kaupa húsnæði fyrir okurfé, hefur það ekki áhyggjur af þróun mála? Það borgar tugi þúsunda á hverjum mánuði í vexti húsnæðislána og hlýtur að hafa áhyggjur af, að þeir hoppi upp. Það gera þeir, þegar Seðlabankinn fer þá gamalkunnu leið að stórhækka forvexti, sem þegar eru hæstir í heimi. Allt eru þetta vandræði, sem stafa af, að krónan er of lítil fyrir heimsmarkaðinn. Við þurfum evru og evrópska lágvexti, ekki séríslenzkt fúsk.
