Sveiflulögmálið hefur tekið við sér og verð á húsnæði er farið að lækka. Þeir, sem keyptu sér íbúð um efni fram, af því að bankarnir lánuðu 90-100% verðsins, skulda nú margir meira en þeir eiga. Vextir fara hækkandi vegna aukinnar verðbólgu og greiðslubyrðin fer því vaxandi. Þetta stefnir að gjaldþroti hjá sumum þeim ungu fjölskyldum, sem djarfast hafa teflt í uppsveiflunni. Þær sækja í auknum mæli ráð hjá Ráðgjafarstofu heimilanna og vænta þess, að opinberir aðilar grípi í taumana. Erfitt er að sjá, að slíkt sé hlutverk annarra en bankanna, sem lánuðu 90-100%.
