Húsafell

Frá Kópareykjum í Reykholtsdal til Húsafells í Hálsasveit.

Deildargil er fagurt skógargil með nokkrum fossum, svo sem Háafossi og Langafossi. Austan gilsins tekur við löng hlíð, sem nær langt austur fyrir Húsafell inn að Geitá og er víða skógi vaxin, einkum innan við Húsafell. Jón Helgason, prófessor í Árnasafni, var fæddur á Rauðsgili.

Förum frá Kópareykjum í Reykholtsdal sunnanverðum. Þaðan austur Reykholtsdal sunnanverðan, um Rauðsgil, Auðsstaði, Giljar og Augastaði. Austur um Rótamel og norðaustur um Deildargil að Katrínarhóli. Loks austur með fellinu að Húsafelli í Hálsasveit.

24,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Kaldidalur.
Nálægar leiðir: Múlaskógur, Okvegur, Rauðsgil, Hálsaleið, Skáneyjarbunga, Fróðastaðavað, Bugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH