Hundrað hveitibrauðsdagar

Punktar

Fátt hefur gerzt á fyrstu hundrað dögum ríkisstjórnarinnar. Hún hefur hvorki birt frumvörp um loforð í stjórnarsáttmála né önnur frumvörp. Umræðan á alþingi hefur verið vandræðaleg, einkum um lögbrot dómsmálaráðherra. Ríkisstjórnin hefur hlaðið skjaldborg um Sigríði Andersen, hækkað laun þingmanna út fyrir alla ramma og varið fjárdrátt Ásmundar Friðrikssonar. Ríkisstjórnin hefur í hundrað daga búið í bönker eins og Hitler. Ræður ekki við gagnrýni, þrátt fyrir stuðning fjölmiðla. Almenningur valtaði yfir hana kruss og þvers á fésbók og bloggi. Velferð er í vaxandi skralli og Katrín er trausti rúin. Kúkurinn hlýtur að springa í loft upp.