Hún talar fyrir Framsókn

Punktar

Yfirlýsingar Vigdísar Hauksdóttur standa nær gerðum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs en yfirlýsingar hans sjálfs. Hann hleður upp lygum um aðgerðirnar og býr til hugtök á borð við upprisu millistéttarinnar. Í raun er hann að færa fé frá fátæku fólki til vel stæðra og einkum til auðkýfinga. Vigdís fer hins vegar með rétt mál, þegar hún lýsir veruleikanum. Framsókn fyrirlítur fátæka og telur þá til vandræða fyrir ríkissjóð. Telur auðmenn og handhafa auðlinda eiga að hafa forgang. Þingmenn Framsóknar andmæla ekki orðbragði Vigdísar. Sigmundur sussar ekki á talskonu sína. Hún er sko ekki á skjön við flokkinn.