Okkur vantar siðferðilega reisn í landstjórnina. Okkur vantar Evu Joly, sem reyndi að róa okkur um daginn. Allt tekur tíma, sagði hún. Við þurfum ekki að heyra fleiri útifundatýpur af ræðum frá forsætisráðherra, sem talar á innsoginu. Við vitum, að ríkisstjórnin ræður ekki við allt. Ræður illa við lata og hlutdræga embættismenn. Ræður illa við lata saksóknara og dómara aftan úr öldum. En hún getur sagt, hvað henni finnst vera rétt og rangt. Hún getur gefið skilanefndum bankanna á kjaftinn. Hún getur sagt nokkur vel valin orð um stéttir lögmanna og endurskoðenda. En hún gerir það bara ekki.
