Rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hætta í pólitík. Hún gerði nokkur mistök sem formaður Samfylkingarinnar. Eins og fleiri oddamenn flokksins tók hún upp Blair-isma, sem fól í sér frjálshyggju með ívafi af fasisma. Á þeim grunni fór hún í eitraða ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eins en aðrir ráðherrar flokksins svaf hún af sér hrunið. Eftir það tók það hana fjóra mánuði að taka afleiðingum þess og slíta stjórninni. Það flækti málið, að þrjózka meinaði henni að sjá heildarmyndina. Í búsáhaldabyltingunni missti hún tökin á flokknum. Hann og hugmyndafræði hans eru núna í tætlum.
