Millistjórar í samráðum olíufélaganna segjast hafa dottið inn í andrúmsloft, sem var þar á þeim tíma, og ekki áttað sig á, að það væri mafíuloft. Höfuðpaurarnir sjálfir segja, að mafíuloftið hafi verið leifar frá fyrri tíma, þegar ríkið stjórnaði olíufélögunum, til dæmis með verðlagsskorðum. … Þetta firrir engan persónulegri ábyrgð á samsæri gegn þjóðinni, en vísar okkur veginn til forsendunnar að baki glæpanna. Olíufélögin voru eins og tryggingafélögin og flugfélögin og einkum bankarnir hluti af valdakerfi tveggja stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. …