Hugsum betur um karlana

Punktar

Hugsa þarf betur um karlana, þegar komið er í ljós, að konurnar eru hæfari til stjórnmála og embætta. Taka þarf handóða stráka úr bóknámsskólum, þar sem þeir þrífast ekki vegna skorts á nýtilegri kunnáttu í lestri. Koma þarf þeim fyrir í iðnskólum, sem nú heita því fína nafni tæknisskólar. Læra að vinna í höndunum, gera við bílvélar, smíða fuglahús fyrir borgina og hakka tölvuforrit. Sumir gætu komizt í tækniháskóla og orðið verkfræðingar eins og í Þýzkalandi. Ástæðulaust er að kvelja stráka til að fást við andlega iðju, sem hæfir þeim ekki. Þetta eru atriði, sem væntanlegur karlaflokkur ætti að taka upp í kosningaloforð sín.